Fá afslátt á fráveitugjöldum

Borgarráð hefur samþykkt að veita elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt á fráveitugjöldum fyrir árið 2011. Kostnaður vegna þessarar breytingar er talinn nema um 78 milljónir króna.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks báru þessa tillögu upp á borgarstjórnarfundi í síðustu viku og var samþykkt að vísa henni til borgarráðs.

Borgarráð hefur þegar samþykkt að veita elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt vegna fasteignaskatta.

Samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar áttu 4167 einstaklingar rétt á þessum afslætti vegna fasteignaskatta og sami hópur öðlast nú rétt á afslætti vegna fráveitugjalda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert