Hjólaskóflukaup til marks um betri tíma

L350F hjólaskóflan frá Volvo.
L350F hjólaskóflan frá Volvo.

Ístak hefur fest kaup á tæplega 50 tonna Volvo-hjólaskóflu frá Brimborg sem nota á við framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. Er þetta í fyrsta sinn sem sem stærstu gerðir slíkra skóflna seljast á Íslandi og er þetta talið merki um að til betri vegar horfi í verktakageiranum hér á landi.

Í tilkynningu frá Brimborg kemur fram að um mjög tæknilegar hjólaskóflu sé að ræða sem verði notuð við gangnagerð. Verður hjólaskóflan afhent í mars til Ístaks fyrir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. Frá Sporðöldulóni verður aðrennslisskurður inn að Búðarhálsi þaðan sem vatnið fer um 4 km löng aðrennslisgöng að stöðvarhúsinu.

Þá segir að verktakageiri landsins hafi glímt við gríðarlega erfitt starfsumhverfi á Íslandi en nú horfi til betri vegar.  „Vinnuvélar hafa verið seldar úr landi í stórum stíl en eitthvað virðist vera að rofa til. Þrátt fyrir mikla þenslu á sínum tíma hefur Brimborg ekki áður selt hjólaskóflur í þessari stærð en um stærstu hjólaskóflur Volvo er að ræða. Það er tilfinning starfsfólks Brimborgar að nú horfi til betri vegar og umsvif verktaka muni aukast hægt og bítandi á næstunni en mörg mikilvæg atvinnuskapandi og arðbær verkefni hafa setið á hakanum undanfarin tvö ár,“ segir í tilkynningunni.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert