Fær ekki að leiða vitni fyrir dóm

mbl.is/GSH

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfu Þorsteins Ingasonar um að fá að leiða 16 nafngreind vitni fyrir dóm í tengslum við skaðabótamál sem Þorsteinn höfðaði á hendur Búnaðarbanka Íslands fyrir áratug.

Þau sem Þorsteinn vildi kalla sem vitni eru Ólafur Davíðsson, Baldur Guðlaugs­son, Sævar Þór Sigurgeirsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Ólason, Benedikt Árnason, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, Margeir Daníelsson, Axel Gíslason, Kristján Loftsson, Kristinn Hallgrímsson, Knútur Þórhallsson, Sigurður Jónsson og Hildur Árnadóttir. Þessir einstaklingar komu að sölu á Búnaðarbankans til S-hópsins svonefnda árið 2003. 

Þorsteinn höfðaði árið 2001 mál á hendur Búnaðarbanka Íslands og krafðist 500 milljóna króna í skaðabætur vegna falsana á víxlum sem hefðu leitt til þess að bankinn gekk að eignum hans. Málið var síðan fellt niður árið 2004 vegna ónógra sönnunargagna. Þorsteinn hefur  reynt að höfða málið að nýju en því hefur jafnan verið vísað frá dómi.

Þorsteinn telur, að krafa hans á hendur Búnaðarbankanum kunni að hafa haft áhrif á söluverð bankans, þegar íslenska ríkið seldi hann hópi fjárfesta í janúar 2003. Bendir hann meðal annars á að kaupverð bankans hafi lækkað um rúmar 530 milljónir króna frá samnings­drögum í nóvember 2002 þar til endanlegur samningur var gerður í janúar 2003.

Því vildi Þorsteinn fá að taka vitnaskýrslu af þeim sem komu að sölunni, bæði fyrir hönd kaupenda og seljenda, til þess að inna þá eftir því hvaða meðferð skaðabótakrafa hans hlaut við sölu bankans og hvort og að hve miklu leyti hún hafði áhrif til lækkunar á endanlegu kaupverði bankans.

Taldi Þorsteinn að ef umræddir menns taðfestu að kaupendur bankans hafi fengið afslátt af áður umsömdu kaupverði bankans gæti falist viðurkenning á réttmæti kröfu Þorsteins.

Héraðsdómur segir hins vegar, að Þorsteinn hafi  ekki haldið því fram að umrædd vitni þekki þau atvik sem leiddu til þess að hann varð fyrir meintu tjóni af hálfu Búnaðarbankans.  Þótt menn kunni að hafa rætt síðar meir um möguleg afdrif kröfunnar í dómsmáli, sem kynni að verða rekið, og hafi hugsanlega látið þær vangaveltur hafa áhrif á gerðir sínar og ákvarðanir færi það ekki neinar sönnur fyrir því að krafan hafi í upphafi stofnast.

Taldi héraðsdómur, og síðan Hæstiréttur, að tilgangurinn með vitnaleiðslunni væri ekki sá að varpa ljósi á þau atvik sem Þorsteinn taldi grundvöll skaðabótakröfu sinnar. Þótti Þorsteinn því ekki hafa lögvarða hagsmuni af því að vitnaleiðslan færi fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Jöklar - Hús fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskar aðstæður
Landshús býður upp á sterkan, hagkvæman og vel hannaðan húsakost fyrir þá sem vi...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
 
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...