Fær ekki að leiða vitni fyrir dóm

mbl.is/GSH

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfu Þorsteins Ingasonar um að fá að leiða 16 nafngreind vitni fyrir dóm í tengslum við skaðabótamál sem Þorsteinn höfðaði á hendur Búnaðarbanka Íslands fyrir áratug.

Þau sem Þorsteinn vildi kalla sem vitni eru Ólafur Davíðsson, Baldur Guðlaugs­son, Sævar Þór Sigurgeirsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Ólason, Benedikt Árnason, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, Margeir Daníelsson, Axel Gíslason, Kristján Loftsson, Kristinn Hallgrímsson, Knútur Þórhallsson, Sigurður Jónsson og Hildur Árnadóttir. Þessir einstaklingar komu að sölu á Búnaðarbankans til S-hópsins svonefnda árið 2003. 

Þorsteinn höfðaði árið 2001 mál á hendur Búnaðarbanka Íslands og krafðist 500 milljóna króna í skaðabætur vegna falsana á víxlum sem hefðu leitt til þess að bankinn gekk að eignum hans. Málið var síðan fellt niður árið 2004 vegna ónógra sönnunargagna. Þorsteinn hefur  reynt að höfða málið að nýju en því hefur jafnan verið vísað frá dómi.

Þorsteinn telur, að krafa hans á hendur Búnaðarbankanum kunni að hafa haft áhrif á söluverð bankans, þegar íslenska ríkið seldi hann hópi fjárfesta í janúar 2003. Bendir hann meðal annars á að kaupverð bankans hafi lækkað um rúmar 530 milljónir króna frá samnings­drögum í nóvember 2002 þar til endanlegur samningur var gerður í janúar 2003.

Því vildi Þorsteinn fá að taka vitnaskýrslu af þeim sem komu að sölunni, bæði fyrir hönd kaupenda og seljenda, til þess að inna þá eftir því hvaða meðferð skaðabótakrafa hans hlaut við sölu bankans og hvort og að hve miklu leyti hún hafði áhrif til lækkunar á endanlegu kaupverði bankans.

Taldi Þorsteinn að ef umræddir menns taðfestu að kaupendur bankans hafi fengið afslátt af áður umsömdu kaupverði bankans gæti falist viðurkenning á réttmæti kröfu Þorsteins.

Héraðsdómur segir hins vegar, að Þorsteinn hafi  ekki haldið því fram að umrædd vitni þekki þau atvik sem leiddu til þess að hann varð fyrir meintu tjóni af hálfu Búnaðarbankans.  Þótt menn kunni að hafa rætt síðar meir um möguleg afdrif kröfunnar í dómsmáli, sem kynni að verða rekið, og hafi hugsanlega látið þær vangaveltur hafa áhrif á gerðir sínar og ákvarðanir færi það ekki neinar sönnur fyrir því að krafan hafi í upphafi stofnast.

Taldi héraðsdómur, og síðan Hæstiréttur, að tilgangurinn með vitnaleiðslunni væri ekki sá að varpa ljósi á þau atvik sem Þorsteinn taldi grundvöll skaðabótakröfu sinnar. Þótti Þorsteinn því ekki hafa lögvarða hagsmuni af því að vitnaleiðslan færi fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
Glæsileg Honda
Glæsileg Honda Cr-v dísel 2016 Til sölu Honda Cr-v Executive Ekinn aðeins 9 þ. k...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...