Ábyrgðin liggur hjá þjóðinni

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

„Ákvörðun forsetans sem slík er staðreynd svo það hefur ekkert upp á sig að spá í hana of mikið. Nú liggur ábyrgðin á þessu máli hjá þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

„Sjálfur mæli ég með því að það verði sagt já og málið klárað. Ég tel ekki að það sé betri kostur í stöðunni að hafna samningunum og halda út í þá óvissu sem það hefur í för með sér fyrir lausn málsins,“ segir hann.

Samningurinn sé ásættanlegur og lausn málsins sé ein af þeim hindrunum sem þurfi að yfirstíga til að koma efnahagslífinu í alvöru gang og fá fjárfestingar af stað og atvinnuleysi niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert