Í samræmi við aðdraganda málsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist vera sáttur við þá ákvörðun forseta Íslands, að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Segir Sigmundur Davíð að þessi niðurstaða sé í samræmi við aðdraganda málsins.

„Forsetinn er ekki að taka afstöðu til samningsdraganna heldur fyrst og fremst þess að almenningur eigi að eiga síðasta orðið," sagði Sigmundur Davíð.

Hann sagðist vona, að aðdragandi þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, sem nú er framundan, verði með þeim hætti, að fólki gefist tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til málsins, sem byggi á staðreyndum en ekki á hræðsluáróðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert