Ekki stórvægileg áföll heldur kyrrstaða

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

Árni Páll Árnason, efnahagsráðherra, sagði í morgunþætti Rásar 2 í morgun, að það myndi ekki hafa stórvægileg áföll í för með sér þótt þjóðin hafni Icesave-samningnum í atkvæðagreiðslu. Atvinnuleysi gæti þó aukist og hagvöxtur orðið minni.

Árni Páll sagði, að mikivægt væri að leggja raunsætt mat á afleiðingar þess ef Icesave-samningnum verði hafnað og ekki eigi að vera með hræðsluáróður. 

„Ég er sannfærður um, að þótt málið verði fellt verði engin hungursneyð eða stórfelld áföll, við munum auðvitað bögglast út úr þeirri stöðu. En það er alveg ljóst að sá hagvöxtur sem við þurfum að sjá, sem er líklega nálægt 4% því jafnvel 3% hagvöxtur dugar okkur ekki til að vinna á atvinnuleysinu; við munum ekki sjá slíkan hagvöxt á meðan þetta mál er óklárað. Þannig að við munum í besta falli halda í horfinu með atvinnuleysið, jafnvel sjá eitthvað undan síga og atvinnuleysið aukast á meðal þetta er óklárað. Það er alveg ljóst að við getum ekki hafið vegferðina að afnámi hafta á meðan þetta mál er óklárað. Þannig að að því leyti er synjun á þessum samningi krafa um kyrrstöðu áfram," sagði Árni Páll.

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert