Kosið 16. apríl?

mbl.is/Ómar

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin verður að öllum líkindum 16. apríl. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Fréttastofa RÚV segist hafa heimildir fyrir því að innanríkisráðuneytið telji að þetta sé hentugasti dagurinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Ekki er ljóst hvort jafnframt verður kosið að nýju til stjórnlagaþings þennan dag eins og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, orðaði í gær.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert