Fækkar um 107 starfsmenn

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mótmælir niðurskurði.
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mótmælir niðurskurði. mbl.is/Ómar

Alls fækkar um 107 starfsmenn á ellefu heilbrigðisstofnunum vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011, þar af eru 92 þeirra sem missa vinnuna konur. Stöðugildum fækkar hins vegar um 86,7. Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við spurningu þingmanns Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks, spurði Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra, um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011. Samkvæmt svörum ráðherrans fækkar um flesta starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eða um 35, þar af 32 konur. Þar á eftir kemur Heilbrigðisstofnun Þingeyinga en þar missa þrettán störf sín.

Þegar litið er til stöðugilda má sjá, að þeim fækkar einnig mest á Heilbrigðistofnun Suðurlands eða um 17,8 en næst kemur Heilbrigðisstofnun Vesturlands þar sem fækkar um 11 stöðugildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert