Sökuðu Mörð um að tefja breytingu á lögreglulögum

Mörður Árnason.
Mörður Árnason. mbl.is

Alþingi samþykkti í dag að vísa frumvarpi til lögreglulaga til þriðju umræðu. Þegar atkvæði voru greidd um málið komu fram ásakanir um að Mörður Árnason alþingismaður hefði tafið málið. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tók undir þetta.

Vigdís Hauksdóttir alþingsmaður sagði að tafir á afgreiðslu málsins hefðu orðið til þess að ekki hefði verið hægt að setja Lögregluskólann 1. febrúar eins og ráðgert hefði verið, en það myndi vonandi takast 1. mars. Hún sagði að einn maður bæri ábyrgð á þessum töfum og það væri Mörður Árnason.

Mörður hafnað því að hann, Alþingi eða allsherjarnefnd bæri ábyrgð á því að málið hefði tafist. Ábyrgðin lægi hjá starfsmönnum innanríkisráðherra sem hefðu skilað því inn í þingið á næstsíðasta degi fyrir jól. Ögmundur vísað því á bug að nokkuð væri að undirbúningi málsins. Það hefði verið góð samstaða um málið, en aðeins einn alþingismaður hefði lagst gegn málinu og það væri sá sem hefði talað á undan sér.

Reiknað er með að frumvarpið verði að lögum á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert