Glitnismálið tekið upp að nýju

Dómstóll í New York hefur ákveðið að taka upp að nýju mál gegn sjö fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Samþykkt hafði verið að vísa málinu frá gegn því skilyrði að sjömenningarnir skrifuðu undir yfirlýsingu um að hægt væri að ganga að eignum þeirra í Bandaríkjunum ef á Íslandi félli dómur slitastjórn í hag. Tveir neituðu að skrifa undir slíka yfirlýsingu, þeir Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason, og taldi dómstóllinn því að skilyrði fyrir frávísun væru brostin.

Raunar birtist í kvöld yfirlýsing frá Hannesi Smárasyni á vef dómstólsins þar sem hann fellst á kröfur dómsins fyrir frávísun málsins. Samskonar yfirlýsingu höfðu fimm aðrir, sem málið beinist gegn, og endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers, skrifað undir áður. 

Ekki er ljóst hvenær málið verður tekið fyrir.

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.
Hannes Smárason
Hannes Smárason Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert