Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar

Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson.

Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, bað í dag þingmenn til að lesa af mikilli alvöru stjórnarskrána, og einkum og sér í lagi í því ástandi sem nú væri uppi, 11. grein stjórnarskrárinnar.

Þráinn sagði í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag, að engar reglur væru til um þjóðaratkvæðagreiðslur svo Íslendingar væru að paufast í myrkrinu frá því það kom upp úr dúrnum, að forseti Íslands, sem nú situr, teldi það vera embættisskyldu sína að pipra og salta löggjöf þingsins með þjóðaratkvæðagreiðslum með mismunandi rökum hverju sinni. Þannig skapaði forsetinn pólitíska óvissu í landinu.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vilja benda þeim þingmönnum, sem ekki hefðu lesið 11. grein stjórnarskrárinnar, að Þráinn hefði með þessari ábendingu verið að gera því skóna að þingið ætti að víkja núverandi forseta lýðveldisins frá. „Ég ætla ekki að taka undir þá skoðun hans," sagði Sigurður Kári. 

11. grein stjórnarskrárinnar er svohljóðandi:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert