Karlarnir hvöttu konurnar til dáða

Karlarnir aðstoðuðu konurnar í upphífingunum ef á þurfti að halda.
Karlarnir aðstoðuðu konurnar í upphífingunum ef á þurfti að halda. mbl.is/Árni Sæberg

Frumlegur gjörningur, líkamsræktargjörningur, var framinn í Sporthúsinu í gær. Fimmtíu konur frá CrossFit Sport gerðu hvorki fleiri né færri en 5.000 upphífingar á einni klukkustund.

Þeim til halds og trausts voru jafnmargir karlar sem hvöttu konurnar til dáða; aðstoðuðu þær, nudduðu ef þurfti og dekruðu við þær með ýmsum öðrum ráðum meðan á þrekrauninni stóð.

Allt var þetta gert til styrktar kvennadeild Landspítalans og var gjörningnum ætlað að verkja athygli á þeirri hetjudáð, hlutverkaskipan og upplifun sem fylgir hverri barnsfæðingu á deildinni. Samhliða gjörningnum var áheitasöfnun og markmiðið að safna einni milljón króna.

Gjörningurinn er hluti af landssöfnun Lífs, styrktarfélags kvennadeildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert