Matarverð á uppleið

Hækkandi olíuverð þrýstir flutningskostnaði upp.
Hækkandi olíuverð þrýstir flutningskostnaði upp.

„Þessar hækkanir á áburðarverðinu þyngja mjög rekstur búanna. Önnur hækkun á aðföngum, eins og kornvöru og olíu, þyngir róðurinn enn frekar,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, spurður um áhrifin af mikilli hækkun á áburðarverði til bænda.

„Það var leiðrétting í verði mjólkur til bænda 1. febrúar sl. og ég reikna með að þegar verðið kemur til endurskoðunar í apríl eða maí komi áburðarhækkunin til skoðunar og þá gætir áhrifa hennar mögulega til hækkunar.“

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Ásdís Höskuldsdóttir, frkvstj. Dominos á Íslandi, að „eðlisbreyting“ hafi orðið á rekstrarumhverfi pítsustaða á Íslandi síðan árið 2007. „Þrátt fyrir verulegar aðhaldsaðgerðir í rekstri hefur kostnaðurinn aukist töluvert sem hlutfall af sölu. Hækkanir hafa tekið til allra þátta rekstrarins svo sem eldsneytisverðs, hráefna og launa. Sem dæmi má nefna að hveiti hefur hækkað vel yfir 150%, laun hækkuðu í febrúar 2008 um 14% auk þess sem tryggingargjald hefur hækkað.“

Kristinn Skúlason, frkvstj. Krónunnar, óttast að ef olíuverð helst hátt muni það kalla á verðhækkanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert