Hafnað að krafa sé viðurkennd sem forgangskrafa

mbl.is/GSH

Hæstiréttur hafnar því að rúmlega 21 milljóna kr. krafa Ríkharðs Daðasonar, sem starfaði við markaðsviðskipti hjá Kaupþingi, verði viðurkennd sem forgangskrafa. Hæstiréttur hefur því snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp í desember.

Ríkharður krafðist upphaflega að fá greiddar tæpar 27 milljónir króna en héraðsdómur viðurkenndi kröfu upp á rúma 21 milljón króna. Hæstiréttur hefur snúið þeirri niðurstöðu við og hafnað viðurkenningunni.

Dómur Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert