Öryrkjar upplifa höfnun

mbl.is/Ómar

Ekkert bendir til þess að örorkubætur séu svo háar að þeir sem þiggja t.d. atvinnuleysisbætur sækist eftir því að fá örorku metna og sú mynd sem dregin er upp af öryrkjum í fjölmiðlum er mjög úr takti við þann raunveruleika sem þeir búa við.

Margir upplifa niðurlægingu og höfnun af hálfu samfélagsins. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á fátækt og félagslegum aðstæðum öryrkja, sem kynnt verður á málþingi í dag.

Í rannsókninni er einkum lögð áhersla á viðtöl við öryrkja, og með því leitast við að varpa ljósi á aðstæður þeirra sem og félagslega stöðu og hvernig þeir upplifa afstöðu samfélagsins í sinn garð.

Niðurstöðurnar eru í takt við þær sem áður hafa verið gerðar hvað það varðar að tekjur fólks á örorkubótum eru afar lágar. Margir þátttakendur í rannsókninni kváðust eiga í verulegum erfiðleikum með að ná endum saman. Sumir gátu það alls ekki.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert