Annar stór skjálfti

Skjálftarnir eiga upptök sín við Kleifarvatn.
Skjálftarnir eiga upptök sín við Kleifarvatn. mbl.is/Rax

Annar stór jarðskjálfti reið yfir höfuðborgarsvæðið um kl. 17:20 í dag. Skjálftinn átti upptök sín við Kleifarvatn en þar hefur jörð skolfið í allan dag. Skjálftinn fannst vel í Reykjavík og víðar.

Að sögn Veðursstofunnar var hann ívið stærri en skjálftinn í morgun og mældist rétt rúmlega fjögur stig. Upptök skjálftans eru á svipuðum slóðum, rúmlega 3 kílómetra norð-norðaustur af Krýsuvík. Skjálftavirkni var þar mikil framan af degi en upp úr hálfþrjú tók að draga mjög úr henni að sögn Veðurstofu og átti skjálftavaktin allt eins von á því að virknin væri að deyja út, þar til kippurinn kom nú síðdegis. 

Tilkynningar hafa borist frá fólki sem fann skjálftann allt frá Völlunum í Hafnarfirði til miðborgar Reykjavíkur og víðar. Skjálftinn í morgun fannst alveg upp á Akranes.

Þess má geta að  mikið álag hefur verið á heimasíðu Veðurstofunnar í dag og hefur hún að hluta legið niðri af þeim sökum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert