Mottur á allra vörum í mars

Kuldinn á skautasvellinu beit ekki karlmennin sem þar öttu kappi í íshokkí í dag, allavega ekki í efrivörina. Lögreglu- og slökkviliðsmanna tókust á og skörtuðu allir myndarlegum hormottum enda markaði leikurinn upphaf Mottumars, átaks Krabbameinsfélagsins um karla og krabbamein.

Búast má við því að þúsundir karla skarti mottum næstu vikurnar ef viðtökurnar verða eitthvað í líkur við það sem var í Mottumars í fyrra. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, ýtti Mottumars úr vör í dag og hvetur alla karla sem á annað borð vex grön til að taka þátt.

Á skautasvellinu vann lögreglan frækinn sigur á slökkviliðsmönnum með gullmarki að hefðbundnum leiktíma loknum, en slökkviliðsmenn hafa þó tækifæri til að jafna leikinn því liðin skoruðu hvort á annað í liðakeppni í mottusöfnuninni.

Hægt er að skrá sig til leiks á vefsíðu Mottumars. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert