Tekur við rekstri Kjötbankans

Kjötbankinn í Hafnarfirði.
Kjötbankinn í Hafnarfirði. mbl/Þorkell Þorkelsson

Skanki ehf. hefur keypt rekstur Kjötbankans í Hafnarfirði af Sláturhúsinu Hellu hf. og tekur við rekstrinum 1.mars nk. Reksturinn verður með svipuðum hætti og verið hefur frá því Kjötbankinn var stofnaður árið 1982.  

Marteinn Þorkelsson kjötiðnaðarmaður hefur verið ráðinn markaðsstjóri Kjötbankans, en hann var áður sölustjóri og einn af eigendum Red food frá árinu 2008. Þar áður var hann framleiðslustjóri Kjötbankans. Með Marteini koma fimm starfsmenn Red food, sem hættir starfssemi, og verða starfsmenn Kjötbankans fjórtán eftir breytingarnar.

Kjötbankinn verður áfram í viðskiptum við Sláturhúsið Hellu hf. sem er einn af stærstu sláturleyfishöfum landsins í nautgripaslátrun.

Nafni Skanka ehf. verður breytt í Kjötbankinn ehf. Eigandi félagsins og framkvæmdastjóri er Ellert Gissurarson kjötiðnaðarmeistari, sem hefur verið framleiðslustjóri Kjötbankans frá miðju síðasta ári. Unnið er að því að fleiri aðilar komi að eignarhaldi kjötbankans á næstunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert