Tillaga um stjórnlagaþing

Samkvæmt tillögunni verður þeim 25 frambjóðendum til stjórnlagaþings, sem fengu …
Samkvæmt tillögunni verður þeim 25 frambjóðendum til stjórnlagaþings, sem fengu flest atkvæði í kosningunni, boðið að taka sæti í stjórnlagaráði. mbl.is/Eggert

Þingsályktunartillaga um skipun 25 manna stjórnlagaráðs hefur verið lögð fram á Alþingi. Að tillögunni standa Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.

Samkvæmt tillögunni á stjórnlagaráð að skila tillögum sínum til Alþingis í formi frumvarps til stjórnarskipunarlaga fyrir lok júní 2011. Bjóða skal þeim sæti í ráðinu sem landskjörstjórn úthlutaði sæti í kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember í fyrra en að öðrum kosti þeim sem næstir voru í röðinni, sbr. upplýsingar um niðurstöður talningar sem landskjörstjórn hefur birt, en þó þannig að kynjahlutföll raskist ekki.

Þær Álfheiður, Birgitta og Valgerður mynduðu ásamt Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, og Ágústi Geir Ágústsyni, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, meirihluta í samráðshópi um viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, var andvígur tillögu meirihlutans um stjórnlagaráð. 

Höskuldur Þórhallsson segist styðja þingsályktunartillöguna en hefði kosið að framkvæmdavaldið hefði forgöngu um að flytja hana.

Tillaga um stjórnarskrárráð
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert