Febrúar var hlýr

Björgunarsveitarmenn festa klæðningu á húsi við Fjólugötu í Vestmannaeyjum. Nokkuð …
Björgunarsveitarmenn festa klæðningu á húsi við Fjólugötu í Vestmannaeyjum. Nokkuð tjón varð á mannvirkjum í óveðrum í febrúar. mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Febrúarmánuður var hlýr og umhleypingasamur hér á landi. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að úrkoma hafi verið mikil um landið sunnan- og vestanvert og loftþrýstingur óvenjulágur. Þá varð minniháttar tjón í illviðrum.

Meðalhiti í Reykjavík mældist 2,1 stig og er það um 1,8 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Ekki hefur verið hlýrra í febrúar síðan 2006.

Á Akureyri var meðalhitinn 0,1 stig og er það 1,5 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðahitinn 2,8 stig og -3,9 á Hveravöllum. Hvoru tveggja er meir en 2 stig ofan meðallags.

Hæstur meðalhiti á sjálfvirkum stöðvum var 4,4 stig í Surtsey, en lægstur í Sandbúðum, -5,5 stig. Á sjálfvirkri stöð í byggð var meðalhiti lægstur í Svartárkoti, -3,3 stig. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 12,7 stig í Skaftafelli þann 23. Á mönnuðu stöðvunum var hiti hæstur 11,2 stig á Skjaldþingsstöðum þann 25.

Vefur Veðurstofunnar

Lægsti hiti sem mældist í mánuðinum var -22,6 stig í Upptyppingum þann 8. Lægsti hiti í byggð mældist á Þingvöllum sama dag, -20,5 stig. Lægsta lágmark á mannaðri stöð mældist -15,9 stig þann 7. á Grímsstöðum á Fjöllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert