Leikskólum fækkað í 59

Ráðhúsið
Ráðhúsið Eggert Jóhannesson

„Starfshópur á vegum  borgarráðs sem fór yfir svigrúm til hagræðingar í skóla leggur til 23 tillögur um sparnað í kerfiinu. Mér finnst þetta tímamótaverk,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. Hann boðar að leikskólum í borginni verði fækkað úr 75 í 54.

Til dæmis verða leikskólarnir Sólborg og Hlíðaborg sameinaðir Dvergasteinn og Drafnarborg.

Jón segir „ekki um kreppulausnir“ að ræða heldur aðgerðir þar sem horft sé til framtíðar.

Hann segir að um 2 milljarðar sparist með því að slá nýbyggingum á frest á næstu fjórum árum en framkvæmdastopp hefur verið á þeim vettvangi síðan 2008.

Jón sagði um 800 ábendingar um hagræðingarmöguleika hafi borist til starfshópsins í gegnum sérstaka ábendingargátt.

Hann spurði hvort lagt yrði upp með að hafa jafn marga grunn- og leikskólaskóla ef kerfið yrði hannað nú. Mátti skilja á borgarstjóra að svarið er í hans huga nei.

Sagði hann leikskólum mundu verða fækkað úr 75 í 59. Hann segir jafnframt að flestar tillögur starfshópsins komi til framkvæmdar á þessu ári.

„Leikskólar verða að jafnaði ekki færri en 80 barna,“ sagði Jón og benti á að víða væru tækifæri til samlegðaráhrifa með sameiningum.

Tillögur starfshópsins

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert