Vilja fá varðskip í Miðjarðahaf

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var á bryggjunni þegar varðskipið Ægir …
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var á bryggjunni þegar varðskipið Ægir lagði af stað til Afríku í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan hefur fegið fyrirspurn frá Landamærastofnun Evrópu um hvort Gæslan geti sent varðskip og flugvél til eftirlits í Miðjarðarhafi vegna óróa í Líbíu og í öðrum löndum í N-Afríku. 

Fyrirspurnin barst Landhelgisgæslu í gær og staðfesting kom í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir ekki ákveðið hvort orðið verði við þessari beiðni, en ákveðið hefði verið að hefja undirbúning að því að senda skipi til fararinnar.

„Við fengum fyrirspurn frá Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, um hvort við gætum útvegað þeim flugvél og varðskip sem allra fyrst til starfa á Miðjarðahafi. Þá er verið að hugsa um svæðið frá Gíbraltar og að Kýpur,“ sagði Georg.

Ægir var í allt sumar og fram eftir haust við eftirlitsstörf fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið var við strendur Senegal en í júlí sigldi varðskipið til Almería á Spáni og var frá þeim tíma við eftirliti á Miðjarðarhafi.

„Við erum búin að gera samkomulag við Frontex um að send skip og flugvél í sumar. Þessi fyrirspurn kom í gær og við eigum eftir að skoða þetta betur. Við eigum m.a. eftir að ræða þetta við okkar ráðuneyti og fleira, “ sagði Georg.

Þetta verkefni fyrir Frontex hefur komið í veg fyrir að Landhelgisgæslan hafi þurft að draga saman seglin og segja upp fólki. Georg sagði að Gæslan hefði einungis verið að sinna verkefnum fyrir ESB vegna minni fjárframlaga til stofnunarinnar.

„Það má kannski segja að þessi beiðni núna sé kærkomin, en það er ekki ljóst hvort við getum þetta. Við þurfum að skoða hvort við getum misst skip frá okkur yfir vetrartímann. Eins er spurning hvort við náum að manna þessa útgerð, en hún er mannfrek. Við þurfum líka heilmikinn viðbúnað sem við höfum á þessum niðurskurðartímum verið mjög knappir með. Ef við hefðum vitað af þessum möguleika þegar við tókum þetta verkefni að okkur í fyrra þá hefðum við mannað okkur betur og þjálfað okkur betur. Við höfum lagt áherslu á að samnýta menn á skipum, á flugvélinni og á þyrlum til að spara fjármagn. Það er því að ýmsu að hyggja þegar við svörum þessari fyrirspurn,“ sagði Georg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert