Minna til ráðstöfunar

Hækkanir á gjaldskrám orkuveitna hafa mest áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar.
Hækkanir á gjaldskrám orkuveitna hafa mest áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Hækkanir á gjaldskrám sveitarfélaga og á ýmsum gjöldum ríkisins frá áramótum valda 0,91% hækkun á vísitölu neysluverðs. Ráðstöfunartekjur heimila dragast saman um 0,1% vegna breytinga á sköttum og breytingum í bótakerfunum á þessu ári. 
 

Þetta kemur fram í úttekt vinnuhóps á vegum ríkissáttasemjara en í honum sátu 12 fulltrúar allra heildarsamtaka á vinnumarkaði og viðsemjenda þeirra.

Vinnuhópurinn lagði mat á áhrif aðgerða í fjármálum ríkisins og sveitarfélaga sem gengu í gildi frá seinustu áramótum á verðlag og ráðstöfunartekjur.

Í greinargerð hópsins kemur fram að mest áhrif til hækkunar á verðlagi hafa hækkanir á gjaldskrám orkuveitna fyrir hita og raforku sem valda 0,49% hækkun á neysluverðsvísitölunni. Hækkanir á vörugjöldum á eldsneyti, áfengi og tóbaki valda 0,21% hækkun.

Fram kemur að gjöld vegna heilbrigðisþjónustu hækka um 0,9% á árinu, lóðarleiga sveitarfélaga um 16,4%, sorphreinsun hækkar um 18,7%, holræsagjöld um 11,7% og fargjöld strætisvagna um 13,9%.

Við mat á verðlagsáhrifunum var stuðst við útreikninga Hagstofunnar.

Mismikil áhrif eftir fjölskyldugerðum

Vinnuhópurinn lagði einnig mat á áhrif breytinga á sköttum og tilfærslu- og bótakerfum ríkis- og sveitarfélaga, auk sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu á ráðstöfunartekjur heimilanna.

„Í heildina dragast ráðstöfunartekjur saman um 0,1% vegna aðgerðanna en þegar áhrifin eru skoðuð eftir fjölskyldugerðum má sjá að ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra aukast nokkuð eða um 1,6%. Ef frá eru talin áhrifin af sérstöku vaxtaniðurgreiðslunni hefðu ráðstöfunartekjur dregist saman um 0,9% í heildina, mest hjá hjónum og sambúðarfólki um 1%. Einnig er skoðað sérstaklega hver heildaráhrif á ráðstöfunartekjur hefðu orðið ef auk ofangreindra aðgerða hefði komið til hækkun á persónuafslætti á árinu 2011 um 3.000 krónur auk verðlagsuppfærslu, líkt og áformað var. Miðað við þær forsendur hefðu ráðstöfunartekjur aukist í heildina um 1,2% en um 3% hjá einstæðum foreldrum,“ segir í skýrslu vinnuhópsins.

Ítarlega er fjallað um áhrif aðgerða og breytinga í opinberum fjármálum á ráðstöfunartekjur fjölskyldna í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Innlent »

Tónleikaflóð fram undan

19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Flytjum inn alskyns vörur fyrir Islendinga á extra góðu verði
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Ræstingavagn
Til sölu Ræstingarvegn. kr: 19000,- uppl: 8691204....
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...