Verktakar eru að missa þolinmæðina

Verktakar við malbikun.
Verktakar við malbikun. mbl.is/RAX

„Greinin er búin að bíða eftir því í þrjú ár að eitthvað gerist. Þeir sem eftir lifa, og hafa þreyð þorrann, sjá varla fram á nein verkefni. Það er algjör uppgjöf að verða í þessum bransa, menn eru að missa þolinmæðina.“

Þetta segir Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka, í Morgunblaðinu í dag um stöðu verktaka í landinu og horfur um verkefni.

Von er á yfirliti frá Vegagerðinni yfir nýframkvæmdir á þessu ári en í þær eiga að fara sex milljarðar króna. Um helmingi þeirrar upphæðar verður varið í þau verkefni sem þegar eru í gangi, m.a. Suðurlands- og Vesturlandsveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert