63% styðja Icesave

mbl.is/Kristinn

63% þjóðarinnar ætla að samþykkja Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. nýrri Gallup-könnun. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.
34% ætla að segja nei og 3% skila auðu.

Könnunin fór fram á netinu 23. febrúar til 2. mars. Svarhlutfall var 58,4% og úrtakið 1.279.

53% sögðust vera sammála þeirri ákvörðun forsetans að staðfesta ekki lögin, og vísa þeim til þjóðarinnar. 8% sögðust hvorki sammála né ósammála, og 39% eru ósammála ákvörðun forsetans, að því er fram kom í frétt RÚV.

Alls tóku 73% aðspurðra afstöðu til spurningarinnar um Icesave-lögin, 22% tóku ekki afstöðu og 5% sögðust ekki vinta hvort þeir ætluðu á kjörstað.

Í frétt Sjónvarpsins af könnuninni kom fram að þeir svarendur sem eldri eru segjast frekar ætla að kjósa með lögunum en þeir sem yngri eru. 88% þeirra sem styðja ríkisstjórnina segjast ætla að kjósa með lögunum en 46% þeirra sem styðja hana ekki.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert