Látnir lausir á 8. tímanum

Lögreglumenn í byggingu í Mayfair í Lundúnum þar sem Vincent …
Lögreglumenn í byggingu í Mayfair í Lundúnum þar sem Vincent Tchenguiz er með skrifstofu. Reuters

Tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, sem handteknir voru í morgun og yfirheyrðir hjá embætti sérstaks saksóknara í dag, voru látnir lausir á áttunda tímanum í kvöld.

Ekki var farið yfir gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara.

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) tilkynnti í dag að tveir menn hafi verið handteknir hér á landi og sjö í London í tengslum við rannsókn á atburðum sem tengdust hruni Kaupþings Group.

Þrír starfsmenn embættis sérstaks saksóknara fóru til Bretlands að beiðni SFO og hafa veitt SFO aðstoð. Einnig komu starfsmenn SFO hingað til lands. Aðspurður sagði Ólafur Þór að þeir hafi ekki stjórnað yfirheyrslunum yfir mönnunum tveimur í dag.

Hann sagði að samvinna lögregluyfirvalda af þessu tagi á milli landa sé á grundvelli réttarbeiðna. Íslensk löggæsluyfirvöld stjórni aðgerðunum og framkvæmi þær í samræmi við réttarbeiðnirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert