Krefst afsagnar forstjóra Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið mbl.is/Golli

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrum forstjóri Kreditkorts hf., telur einsýnt að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, hafi ekki burði til að gegna embættinu vegna meðferðar stofnunarinnar á kortasamráðsmálinu og krefst afsagnar hans.

Ragnar segist hafa sannanir fyrir því að fulltrúar bankanna í stjórnum kortafélaganna hafi játað á sig ólögmætt samráð gegn betri vitund þar sem í raun hafi verið um að ræða sameiginleg markaðsyfirráð (e. cartel) sem sé brot sem eigendur fyrirtækjanna, bankar og sparisjóðir í þessu tilfelli, beri ábyrgð á. Segir hann að Samkeppniseftirlitið hafi ekki leyft honum að koma þessum sönnunum á framfæri við stofnunina

Þá segir Ragnar að samkeppniseftirlitið hafi brugðist rannsóknarskyldu sinni og kallar sekt sem þeim sem játuðu ætluð brot sín var gerð „þóknun fyrir „vernd“ að suðurítölskum hætti“ til handa eigendum kortafélaganna.

Ragnar fjallar um málið í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert