Heildarkostnaður 14,2 milljarðar

Horft út úr vestari hluta Héðinsfjarðarganga.
Horft út úr vestari hluta Héðinsfjarðarganga. Ljósmynd/Sigurður Ægisson

Vegagerðin segir að í umræðu um Héðinsfjarðargöng hafi komið upp villandi upplýsingar um kostnað við göngin og samanburð á upphaflegri áætlun og endanlegri útkomu. Uppreiknuð upphafleg áætlun sé 12,1 milljarður króna en uppreiknaður heildarkostnaður hafi numið 14,2 milljörðum króna. 

Segir að í upphaflegri áætlun hafi verið gert ráð fyrir að heildarkostnaður við Héðinsfjarðargöng yrðu 7,6 milljarðar króna en áætlunin hafi verið gerð í janúar 2006.

Uppreiknað með meðalverðlagi ársins 2010 líkt og gert hafi verið í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi um kostnað við Héðinsfjarðargöng og tvöföldun Reykjanesbrautar reiknist upphafleg áætlun vera 12,1 milljarður króna.

Heildarkostnaður við byggingu Héðinsfjarðarganga hafi numið 12 milljörðum króna á verðlagi hvers tíma en uppreiknað með meðalverðlagi 2010 reiknist sá kostnaður 14,2 milljarðar króna.

„Aukinn kostnaður við gerð Héðinsfjarðarganga, þ.e.a.s. 2,1 milljarður krónamiðað við upphaflegu áætlunina, skrifast fyrst og fremst á að vatnsagi í göngunum, sérstaklega Ólafsfjarðarleggnum, reyndist miklu mun meiri en reiknað var með. Einnig varð nokkur kostnaður af efnahagshruninu 2008,“ segir Vegagerðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert