Telur RÚV hafa sýnt leikinn án leyfis

Þjóðverjar höfðu betur í einvíginu við Íslendinga.
Þjóðverjar höfðu betur í einvíginu við Íslendinga. Árni Sæberg

„Það sem RÚV gerir er auðvitað brot á öllum reglum, þeir hafa ekki leyfi til að taka sjónvarpsmerki annars sem þeir komast einhvers staðar inn í, hér Eurosport, og senda út á sinni stöð.“

Þetta segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, um útsendingu Sjónvarpsins á leik Íslendinga og Þjóðverja í undankeppni EM í handbolta í gær en á skjánum mátti sjá merki bæði Eurosport og RÚV. Leikurinn var einnig sýndur á Stöð 2 Sport. „Sá aðili sem við keyptum af stýrir málinu og afhendir okkur merkið. Við höfum þannig rétt til að sýna leikinn. Sá sem RÚV telur sig hafa keypt af var ekki í aðstöðu til að standa við sín orð og láta þá hafa útsendingarmerkið,“ segir Ari.

„Ríkisútvarpið var í fullum og óskoruðum rétti til að sýna frá leiknum, samkvæmt samningi sem við gerðum við sölufyrirtækið Infront,“ segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri RÚV í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert