Lán geta lækkað um allt að 63%

Þeir Haraldur Ólafsson, Kjartan Georg Gunnarsson og Ragnar Þorri Valdimarsson …
Þeir Haraldur Ólafsson, Kjartan Georg Gunnarsson og Ragnar Þorri Valdimarsson leggja góðu málefni lið þessa síðustu daga útreikninganna og skarta forláta yfirvaraskeggi eins og sjá má. mbl.is/Sigurgeir

Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar, telur að heildarafskriftir SP vegna endurútreikninga erlendra lána muni nema 29 milljörðum þegar upp verður staðið.

Ef í ljós kemur að viðskiptavinur hafi ofgreitt af samningi getur hann valið hvort hann fái ofgreiðsluna greidda út eða noti hana til að lækka lán sitt. Kjartan segir að flestir viðskiptavinir SP séu ánægðir með endurútreikningana.

„Fólk er auðvitað í ójafnvægi þegar það sér skuldina sína tvöfaldast og það missir vinnuna. Ég held að fólk hafi almennt sýnt þolinmæði og yfirvegun.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu kemur fram, að ráðgert sé að endurútreikningum á erlendum lánum, í samræmi við dóm Hæstaréttar, verði lokið 28. mars og keppast nú fjármálastofnanir við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert