Ræddu atvinnumál við stjórnvöld

Forystumenn Samtaka atvinnulífs og ASÍ ræddu við stjórnvöld í morgun.
Forystumenn Samtaka atvinnulífs og ASÍ ræddu við stjórnvöld í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að takist ekki að auka umsvif í atvinnulífinu verði erfitt að koma saman kjarasamningum og miklir erfiðleikar verði hjá stjórnvöldum í ríkisfjármálum. Atvinnumál voru rædd á fundi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins með stjórnvöldum í morgun.

Á fundinum voru, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, menntamálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra.

Gylfi sagði að þetta hefði verið ágæt yfirferð yfir málið í heild sinni. Um suma hluti væru menn sammála eða ætti bara eftir að útfæra betur. Menn væru hins vegar ekki búnir að ná saman um alla hluti og ekki væri búið að vinna mikið í öðrum hlutum eins og jöfnun lífeyrisréttinda.

Gylfi sagði að ítarlega hefði verið fjallað um atvinnu- og efnahagsmál, menntamál og virkar aðgerðir gagnvart þeim sem eru án vinnu. Hann sagðist treysta því að farsæl lausn fáist varðandi Starfsendurhæfingarsjóð sem ASÍ hefur lagt mikla áherslu á.

Gylfi sagði að talsvert hefði verið rætt um möguleika stjórnvalda með að koma með innspýtingu inn í atvinnulífið t.d. í vegamálum. Það væri ljóst að mikil andstaða væri víða við að lögð yrðu veggjöld á vegi út frá höfuðborginni til að fjármagna breikkun Suðurlands- og Vesturlandsvegar. „Ef það tekst ekki að finna farsæla lausn í þessum málum þá óttast ég að það verði ekkert úr þessum verkefnum. Við höfum bent á hægt væri að fara í Sundabraut, en það þýðir að fólk getur valið um að fara hana eða fara um Mosfellsbæ. Við leggjum því áherslu á að reynt verði að finna önnur verkefni sem skapi vinnu. Við viljum ekki skilyrða þetta við tiltekin verkefni.“

Á fundinum var rætt um verkefni í iðnaði og orkugeira. Gylfi sagðist hafa lagt áherslu á að þau verkefni sem forsætisráðherra nefndi í ræðu á Alþingi í gær og önnur verkefni yrðu metin með tilliti til hagvaxtar. „Það er ljóst að það sem menn vorum með í hendi, eins og álver í Helguvík og virkjanatengd verkefni og þau verkefni í vegamálum sem hafa verið nefnd, fyrir utan það sem þegar er komið í gang, þá er verið að tala um fjárfestingu upp á 200 milljarða á næstu þremur. Það þarf því að bæta ansi miklu við ef menn ætla ekki að fara í Helguvík,“ sagði Gylfi.

Gylfi sagði mikilvægasta verkefnið væri að hér yrði hagvöxtur á næstu árum. „Ef okkur tekst ekki að auka hagvöxt þá tel ég að það verði ekki skemmtilegt verkefni fyrir ríkisstjórnina að þurfa að kynna þann niðurskurð í ríkisfjármálum sem verður þá að grípa til á þessu og næsta ári. Hagstofan er að meta framvindu efnahagsmála og við fengum mjög dökka niðurstöðu fyrir fjórða ársfjórðung og þjóðhagsspáin var ekki góð.“

Forystumenn ASÍ og SA ætla að setjast við samningaborðið eftir hádegið þar sem rætt verður um árangur fundarins við ríkisstjórnina og reynt að ná samkomulagi um hvenær verður hægt að ljúka kjarasamningum. „Viðræður um launaliðinn hafa ekki gegnið vel. Þetta tengist líka atvinnumálunum. Geta atvinnulífsins til að standa við kjarasamninga er háð umsvifum í atvinnulífinu. Seinagangur í þeim hluta viðræðnanna hefur leitt til þess að við fáum ekki þau svör um launaliðinn sem við höfum vænst.“

Gylfi sagði viðræður um launaliðinn tengjast hugmyndum um lækkun tryggingagjalds, en hann sagðist vonast eftir að gjaldið yrði lækkað.

mbl.is

Innlent »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »

Anna Elísabet lýðheilsusérfræðingur Kópavogs

16:55 Anna Elísabet Ólafsdóttir, doktor í lýðheilsufræðum, hefur verið ráðin sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ, en um er að ræða nýja stöðu hjá bænum. Anna Elísabet hefur undanfarin fjögur ár starfað sem aðstoðarrektor og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Stöðva dreifingu mjólkur frá Viðvík

17:01 Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bænum Viðvík í Skagafirði. Í tilkynningu frá MAST segir að ástæða dreifingarbannsins, sem er tímabundið, sé sú að eftirlitsmanni Matvælastofnunar hafi verið meinaður aðgangur að eftirlitsstað. Meira »

Ungir Íslendingar fá viðurkenningu

16:14 Um hundrað tilnefningar bárust dómnefnd Framúrskarandi ungra Íslendinga verðlaunanna sem árlega eru veitt af JCI samtökunum á Íslandi. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatningarverðlaun fyrir ungt fólk sem er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á einn eða annan hátt. Meira »
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...