Ræddu atvinnumál við stjórnvöld

Forystumenn Samtaka atvinnulífs og ASÍ ræddu við stjórnvöld í morgun.
Forystumenn Samtaka atvinnulífs og ASÍ ræddu við stjórnvöld í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að takist ekki að auka umsvif í atvinnulífinu verði erfitt að koma saman kjarasamningum og miklir erfiðleikar verði hjá stjórnvöldum í ríkisfjármálum. Atvinnumál voru rædd á fundi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins með stjórnvöldum í morgun.

Á fundinum voru, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, menntamálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra.

Gylfi sagði að þetta hefði verið ágæt yfirferð yfir málið í heild sinni. Um suma hluti væru menn sammála eða ætti bara eftir að útfæra betur. Menn væru hins vegar ekki búnir að ná saman um alla hluti og ekki væri búið að vinna mikið í öðrum hlutum eins og jöfnun lífeyrisréttinda.

Gylfi sagði að ítarlega hefði verið fjallað um atvinnu- og efnahagsmál, menntamál og virkar aðgerðir gagnvart þeim sem eru án vinnu. Hann sagðist treysta því að farsæl lausn fáist varðandi Starfsendurhæfingarsjóð sem ASÍ hefur lagt mikla áherslu á.

Gylfi sagði að talsvert hefði verið rætt um möguleika stjórnvalda með að koma með innspýtingu inn í atvinnulífið t.d. í vegamálum. Það væri ljóst að mikil andstaða væri víða við að lögð yrðu veggjöld á vegi út frá höfuðborginni til að fjármagna breikkun Suðurlands- og Vesturlandsvegar. „Ef það tekst ekki að finna farsæla lausn í þessum málum þá óttast ég að það verði ekkert úr þessum verkefnum. Við höfum bent á hægt væri að fara í Sundabraut, en það þýðir að fólk getur valið um að fara hana eða fara um Mosfellsbæ. Við leggjum því áherslu á að reynt verði að finna önnur verkefni sem skapi vinnu. Við viljum ekki skilyrða þetta við tiltekin verkefni.“

Á fundinum var rætt um verkefni í iðnaði og orkugeira. Gylfi sagðist hafa lagt áherslu á að þau verkefni sem forsætisráðherra nefndi í ræðu á Alþingi í gær og önnur verkefni yrðu metin með tilliti til hagvaxtar. „Það er ljóst að það sem menn vorum með í hendi, eins og álver í Helguvík og virkjanatengd verkefni og þau verkefni í vegamálum sem hafa verið nefnd, fyrir utan það sem þegar er komið í gang, þá er verið að tala um fjárfestingu upp á 200 milljarða á næstu þremur. Það þarf því að bæta ansi miklu við ef menn ætla ekki að fara í Helguvík,“ sagði Gylfi.

Gylfi sagði mikilvægasta verkefnið væri að hér yrði hagvöxtur á næstu árum. „Ef okkur tekst ekki að auka hagvöxt þá tel ég að það verði ekki skemmtilegt verkefni fyrir ríkisstjórnina að þurfa að kynna þann niðurskurð í ríkisfjármálum sem verður þá að grípa til á þessu og næsta ári. Hagstofan er að meta framvindu efnahagsmála og við fengum mjög dökka niðurstöðu fyrir fjórða ársfjórðung og þjóðhagsspáin var ekki góð.“

Forystumenn ASÍ og SA ætla að setjast við samningaborðið eftir hádegið þar sem rætt verður um árangur fundarins við ríkisstjórnina og reynt að ná samkomulagi um hvenær verður hægt að ljúka kjarasamningum. „Viðræður um launaliðinn hafa ekki gegnið vel. Þetta tengist líka atvinnumálunum. Geta atvinnulífsins til að standa við kjarasamninga er háð umsvifum í atvinnulífinu. Seinagangur í þeim hluta viðræðnanna hefur leitt til þess að við fáum ekki þau svör um launaliðinn sem við höfum vænst.“

Gylfi sagði viðræður um launaliðinn tengjast hugmyndum um lækkun tryggingagjalds, en hann sagðist vonast eftir að gjaldið yrði lækkað.

mbl.is

Innlent »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

Í gær, 15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

Í gær, 16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

Í gær, 15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Dúskar ekta þvottabjörn og silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum. Get sent myndir, fleiri litir ...
Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...