Frúin flýgur ekki

TF-FRÚ.
TF-FRÚ.

Ómar Ragnarsson segir á bloggvef sínum, að nýjar reglur um viðhald flugvéla og fleira sem taki endanlega gildi hér á landi 28. september á þessu ári, þýði í raun að meginhluti íslenska smáflugvélaflotans mun stöðvast á þessu ári smám saman við hver mánaðamót þegar lofthæfisskírteini þeirra renna út.

„TF-FRÚ mun því ekki fljúga þetta árið að minnsta kosti, heldur mun ég væntanlega fara í sumar austur að Skógum og taka niður úr loftinu þar örfisið Skaftið, sem er eins manns 120 kílóa flygildi, láta gera við litla tvígengishreyfilinn í því og fljúga einn á því opnu í þágu aukins flugöryggis á Íslandi og í Evrópu," segir Ómar m.a. TF-FRÚ er flugvél Ómars.

Bloggvefur Ómars Ragnarssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert