Segja ASÍ vilja skerða lífeyrisréttindi

ASÍ hefur lagt mikla áherslu á jöfnun lífeyrisréttinda.
ASÍ hefur lagt mikla áherslu á jöfnun lífeyrisréttinda. mbl.is/Golli

Stjórn BSRB telur að hugmyndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í lífeyrismálum feli í sér skerðingu réttinda hjá opinberum starfsmönnum. Fulltrúar BSRB, BHM og KÍ gengu á fund forsætis- og fjármálaráðherra í dag og afhentu þeim bréf þar sem þessum áherslum er mótmælt.

Samtökin segja að í minnisblaði ASÍ og SA um stöðu lífeyrismála, dagsettu 25. febrúar komi fram hugmyndir um skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Í samþykkt stjórnar er ASÍ átalið fyrir „að einbeita sér ekki að hagsmunabaráttu fyrir eigin félaga frekar en að berjast fyrir réttindaskerðingu hjá félögum annarra launþegasamtaka. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð launabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð.“

Fulltrúar BSRB, BHM og KÍ gengu á fund forsætis- og fjármálaráðherra í dag og afhentu þeim bréf þar sem þessum áherslum er mótmælt. Þar kemur fram að félögin telja ekki þörf á að funda frekar um framtíðarskipan lífeyrismála, en vinnuhópur er í gangi þar um samkvæmt 9. grein stöðugleikasáttmálans, fyrr en minnisblaðið hefur formlega verið dregið til baka og þeim hugmyndum sem þar koma fram hefur verið hafnað. Þá kröfðust félögin fullvissu frá ríkisstjórninni um að hún muni ekki standa fyrir skerðingu á núverandi réttindum.

 Minnisblað ASÍ og SA um lífeyrismál

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert