Olíuflutningabíll valt

Olíuflutningabifreið valt við afleggjara að Seljalandi sl. miðvikudag, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Ökumaðurinn slasaðist lítilsháttar og var honum ekið í einkabifreið á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli.

Engin olía lak úr tanki bifreiðarinnar en í honum voru 2000 lítrar af olíu að sögn lögreglunnar.

Alls voru 63 mál bókuð í vikunni hjá lögreglunni á Hvolsvelli.  Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt en þeir sem hraðast óku voru tveir á 130 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert