Harma úrsögn Atla

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason.
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason. mbl.is/Golli

Stjórn kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi harmar úrsögn Atla Gíslasonar úr þingflokki VG og lýsir yfir vonbrigðum með að þingmaðurinn skuli ekki hafa rætt fyrirætlanir sínar við stofnanir og grasrót flokksins í kjördæminu.

Þetta kemur fram í ályktun frá kjördæmisráði VG í Suðurkjördæmi.

Segir að þrátt fyrir yfirlýsingar Atla um að starfa á Alþingi eftir stefnu VG, telji stjórnin að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða þannig að Atla sé ekki lengur sætt í umboði kjósenda VG á Suðurlandi.

Ennfremur lýsir stjórn kjördæmisráðs yfir stuðningi við ríkisstjórn VG og Samfylkingar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert