Úrsögn nýtur ekki mikil stuðnings

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 að fyrstu viðbrögð úr Suðurkjördæmi bendi ekki til þess að úrsögn tveggja þingmanna flokksins úr þingflokki VG í gær njóti mikils stuðnings flokksmanna þar. 

Stjórn VG í Suðurkjördæmi hefur sent frá sér ályktun þar sem þeirri skoðun er lýst að Atli sitji ekki lengur á Alþingi í umboði kjósenda VG í kjördæminu. „Þess vegna skorar stjórnin á Atla að segja af sér þingmennsku svo varamaður hans geti tekið sæti á Alþingi,“ segir í ályktun frá stjórninni.

„Það yrði mér þungbært að fá slíka ályktun," sagði Steingrímur aðspurður og bætti við að hann myndi leggjast undir feld.

Steingrímur sagði á Rás 2, að úrsögn Atla úr þingflokki VG í gær hafi komið sér meira á óvart en úrsögn Lilju Mósesdóttur. Ákvörðun þingmannanna væri dapurleg og hafi valdið vonbrigðum en legði þeim mun meiri ábyrgð á herðar þeirra þingmanna sem eftir eru í flokknum.

Þegar Steingrímur var spurður hvort hann vildi að þau Atli og Lilja segðu af sér þingmennsku sagði hann að þau yrðu að meta það sjálf, meðal annars í ljósi viðbragða flokksfélaga sinna.

Hann sagðist skilja afstöðu félaga sinna á Suðurlandi, sem hefðu róið að því öllum árum að koma Atla á þing og helst fleirum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert