Vilja stækka verksmiðjuna

Krossanes - ný aflþynnuverksmiðja Becrolamal reist.
Krossanes - ný aflþynnuverksmiðja Becrolamal reist. mbl.is/Skapti

Áhugi er meðal eigenda Becromal á Íslandi á verulegri stækkun aflþynnuverksmiðju fyrirtækisins í Krossanesi við Akureyri. Endanleg ákvörðun verður tekin á árinu en verði af stækkun munu allt að fimmtíu ný störf við framleiðslu skapast.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að aflþynnuframleiðsla sé  sérhæfð hátækni. Hráefnið er ál sem er valsað og rafhúðað í sérhönnuðum vélum. Framleiðslan í dag er yfir 100 þúsund fermetrar á viku, en þegar allar vélar verða komnar í gang er búist við að framleiðslan verði um 120 þúsund fermetrar. Starfsmenn í dag eru um eitt hundrað, auk þess sem fjöldi verktaka hefur unnið við uppsetningu tækja.

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, er í stjórn Becromal á Íslandi. Hann segir formlega ákvörðun um stækkun ekki hafa verið tekna en að frá upphafi hafi verið rædd um 30-50% stækkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert