Grafalvarleg staða ráðherra

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks gagnrýndu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, harðlega á Alþingi í dag vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála um að forsætisráðuneytið hefði brotið jafnréttislög við stöðuveitingu. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að staða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, væri ekki aðeins neyðarleg heldur grafalvarleg.

„Því er eðlilegt að spyrja: Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu sem er ekkert annað en húmbúkk og yfirklór?" spurði Þorgerður Katrín.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að eðlilegt væri  að forsætisráðherra veitti Alþingi skýringar í ljósi þess hve niðurstaða kærunefndarinnar væri afgerandi. Forsætisráðuneytið hafi þegar upplýst í hvaða ferli málið fer og ráðherra muni væntanlega skýra ráðuneytinu frá því ferli. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist vera þeirrar skoðunar að brot á jafnréttislögum séu jafn alvarleg og önnur lögbrog og því standi menn frammi fyrir grafalvarlegu máli. Sagðist hún binda vonir við að úrskurðinum verði fylgt eftir innan stjórnkerfisins með viðeigandi hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert