Kom mjög á óvart

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að úrskurður kærunefndar jafnréttismála um að forsætisráðuneytið hafi brotið jafnréttislög við skipun skrifstofustjóra í ráðuneytinu, hafi komið sér mjög mikið á óvart því faglega hafi verið staðið að ráðningunni. Hún hafi hreina samvisku.

Jóhanna sagði, að henni þætti mjög miður, að kærunefndin hefði komist að þessari niðurstöðu. Í hennar tilfelli, líkt og öðrum, sé alvarlegt þegar jafnréttislög séu brotin.

Sagðist Jóhanna velta því fyrir sér, hvað hefði verið sagt ef hún hefði ráðið kærandann, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, sem hefði lent í 5. sæti í hæfnismati en Anna Kristín tengist Samfylkingunni og var m.a. aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hún var borgarstjóri og Þórunnar Sveinbjarnardóttur þegar hún gegndi embætti umhverfisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert