Segir kærunefnd hafa mat ráðgjafa að engu

Forsætisráðuneytið.
Forsætisráðuneytið. mbl.is/Golli

Mannauðsráðgjafi, sem vann að ráðningarferli við skipun í embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, segir að kærunefnd jafnréttismála hafi mat embættismanna ráðuneytisins, umsagnaraðila umsækjenda og ráðgjafa að engu. Kærunefndin virðist því móta sínar eigin forsendur og úrskurða á þeim grunni án tillits til gagna og niðurstaðna rannsókna.

Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í gær, að forsætisráðuneytið hefði brotið jafnréttislög við skipun í stöðuna.

Forsætisráðuneytið hefur nú sent til fjölmiðla greinargerð, sem Arndís Ósk Jónsdóttir, sjálfstætt starfandi stjórnunar- og mannauðsráðgjafi, heur gert um málið en hún vann að ráðningarferlinu.

Í greinargerðinni gagnrýnir Arndís Ósk harðlega úrskurð kærunefndarinnar og segir nefndina meðal annars hafa kosið að líta alfarið framhjá faglegum rökum og niðurstöðum rannsókna og telji sig geta metið sjálfstætt, án rannsókna, hvers konar reynsla og hvers konar menntun henti þeim verkefnum sem skrifstofan sinnir.

Þá nefnir Arndís Ósk m.a. að hjá engum umsækjanda um skrifstofustjórastöðuna hafi það verið metið honum til framdráttar að hafa búið, starfað eða lært erlendis. Kærunefndin geri það hins vegar í tilfelli kærandans og þar af leiðandi á kostnað annarra umsækjenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert