Siglufjarðarvegur mokaður

Siglufjörður.
Siglufjörður. mats.is

Byrjað er að moka Siglufjarðarveg sem hefur verið lokaður vegna snjóflóða. Að sögn Vegagerðarinnar er nokkur ofankoma  á Norðurlandi og hálka, hálkublettir eða snjóþekja  víðast hvar.

Víða er hálka eða hálkublettir á Suðurlandi, jafnvel þæfingur á einstaka útvegum.
 Hálkublettir, hálka eða snjóþekja eru á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Verið er að opna norður í Árneshrepp.

Á Austurlandi eru víða hálkublettir þótt vegir séu almennt auðir.  Á Suðausturlandi eru sumstaðar hálkublettir en öllu meiri hálka vestan Kirkjubæjarklausturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert