Ísland leikur hlutverk í bjartri framtíð norðurslóða

Þessar ær virðast una hag sínum vel á stilltu vorkvöldi …
Þessar ær virðast una hag sínum vel á stilltu vorkvöldi í Vatnsdal. mbl.is/Golli

Þrátt fyrir að Íslendingar kunni að vera svartsýnir um framtíðarhorfur um þessar mundir er full ástæða til bjartsýni, ef marka má spá landfræðingsins Laurence Smiths um aukið vægi norðurhvels jarðar í heimsbúskapnum á næstu áratugum.

Smith segir í samtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í dag, að hentug staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafi geri það að verkum að landið geti gegnt miklu hlutverki í samgöngum á hafsvæðinu. Reykjavík geti verið eitt þeirra hafnsvæða sem sjái fram á mesta aukningu í skipaumferð á næstu áratugum.

Smith hefur öðlast heimsfrægð eftir útkomu bókar hans um framtíðarhorfur norðurhvels jarðar. Hann heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafninu á morgun, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert