Stefnt að lækkun skatta

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að unnið væri að tillögum sem miðuðu að lækkun skatta á einstaklinga með breytingum á persónuafslætti.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að ríkisstjórnin áformaði að hækka skatta á einstaklinga. Jóhanna sagði þetta mikinn misskilning. Ríkisstjórnin hefði ekki kynnt nein áform í þessa veru. „Það er þvert á móti er verið að vinna að því kjarasamningunum að lækka skattana í gegnum persónuafslátt einstaklinga.“

Jóhanna mótmælti einnig fullyrðingum stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnin áformaði að grípa til þjóðnýtingar í orkuiðnaði vegna fjárfestinga Magma í HS-orku. „Hér er stanslaust verið segja að ríkisstjórnin sé með yfirlýsingar um þjóðnýtingu. Þetta er ekki rétt. Það hefur enginn sagt að beita eigi því úrræði þó að það sé til í lögum. Það er verið að vinna eftir allt öðrum leiðum,“ sagði Jóhanna, en útskýrði ekki hvaða áform ríkisstjórnin hefði uppi varðandi kaup Magma á HS-orku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert