Þiggur ekki sæti í stjórnlagaráði

Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir.

Inga Lind Karlsdóttir, sem var meðal þeirra 25 sem náðu kjöri í kosningu til stjórnlagaþings, segist ekki ætla að þiggja boð Alþingis um sæti í stjórnlagaráði.

Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu um að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um tillögur um breytingar á stjórnarskrá. Samkvæmt tillögunni verður þeim 25, sem fengu kjörbréf í kjölfar stjórnlagaþingskosningarinnar, boðið sæti í ráðinu.

Inga Lind sendi í dag frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Undirrituð er ein þeirra 25 sem náðu kjöri í kosningum til stjórnlagaþings sem fram fóru 27. nóvember 2010. Nú hefur verið samþykkt á Alþingi að skeyta ekki um úrskurð Hæstaréttar frá því í janúar, um að kosningar til stjórnlagaþings skyldu ógildar teljast, og skipa þessa 25 í stjórnlagaráð sem á að sinna því sama og stjórnlagaþinginu var ætlað.

Undirrituð mun ekki ganga á svig við úrskurð Hæstaréttar og þiggur því ekki boð Alþingis um að taka sæti í stjórnlagaráði."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert