3 milljónir orða

Enska útgáfan af Íslendingasögunum, sem nýju þýðingarnar byggist á.
Enska útgáfan af Íslendingasögunum, sem nýju þýðingarnar byggist á. mbl.is/Sigurgeir

Unnið er nú að heildarútgáfu Íslendingasagnanna á dönsku, norsku og sænsku á vegum Jóhann Sigursson, útgefandi hjá Sögu forlagi.

„Þetta verða um það bil 9000 hefðbundnar blaðsíður, um þrjár milljónir orða í þessum þremur útgáfum. Þetta eru 40 Íslendingasögur og 54 sagnaþættir að auki. Þetta er alveg sama innihald og í ensku útgáfunni,“ segir Jóhann.

Hann segir að þetta sé stærsta þýðingarverkefni sem ráðist hafi verið í á íslenskum bókmenntum, og stærsta þýðingarverkefni í einum bókaflokki í veröldinni, eftir því sem næst verði komist.

Þessar nýju þýðingar byggjast á heildarútgáfu sagnanna á ensku sem Jóhann stóð að ásamt Sigurði Viðari Sigmundssyni sem nú er látinn, en sú útgáfa kom út árið 1997.  Fjármögnun verksins er langt komin. 

Að verkefninu koma rúmlega fimmtíu þýðendur og segir Kristinn Jóhannesson, sem er annar ritstjóranna í Svíþjóð og kenndi síðustu 40 ár við Gautaborgarháskóla, að með honum vinni 26 þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert