3 rjúpur af 4 voru ungar

Líklega fæddust heldur færri rjúpur í fyrra en 2009.
Líklega fæddust heldur færri rjúpur í fyrra en 2009. mbl.is

Hlutfall unga í rjúpum sem veiddar voru í fyrra var 75%, samkvæmt greiningu Ólafs K. Nielsen, rjúpnasérfræðings Náttúrufræðistofnunar. Hlutfalll unga í veiddum fuglum lækkaði frá fyrra ári á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi.

Alls var Ólafur búinn að greina 5.031 væng, samkvæmt tölvuskeyti hans til rjúpnaveiðimanna o.fl. Hann fékk um 89% af þeim fjölda vængja sem barst í fyrra. Sömu menn senda honum vængi á hverju hausti og má því draga þá ályktun að rjúpnaveiðin hafi verið ívið minni haustið 2010 en hún var 2009.

Aldurshlutföll eftir landshlutum frá árinu 2005 til 2010.
Aldurshlutföll eftir landshlutum frá árinu 2005 til 2010. Tafla/okn
Hlutfall vængja af ungum í sýnum úr hinum ýmsu landshlutum.
Hlutfall vængja af ungum í sýnum úr hinum ýmsu landshlutum. Tafla/okn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert