Becromal braut starfsleyfi

Verksmiðjuhús Becromal á Krossanesi.
Verksmiðjuhús Becromal á Krossanesi. Skapti Hallgrímsson

Umhverfisstofnun telur á grundvelli gagna sem stofnunin hefur fengið og safnað saman að aflþynnuverksmiðja Becromal í Krossanesi hafi brotið gegn starfsleyfi sínu.

„Í fyrsta lagi brot á grein 2.8 um sýrustig í frárennsli. Í öðru lagi brot á grein 3.1 um mælingar. Í þriðja lagi brot á grein 4.5 um tilkynningar á frávikum og bilunum í mengunarvarnarbúnaði,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.

„Stofnunin hefur sent Becromal áform um áminningu og gerð er krafa um að fyrirtæki skili inn áætlun um hvenær það áformi að ljúka úrbótum eigi síðar en 4. apríl. Frestur fyrirtækis til að skila inn athugasemdum er lögbundinn.

Stofnunin er að skoða málið nánar, m.a. hvort gripið verði til frekari aðgerða.“

Í tilkynningu Umhverfisstofnunar (UST), sem fylgir í viðhengi, kemur m.a. fram að stofnuninni hafi borist ábending frá Kastljósi um að starfsemi aflþynnuverksmiðju Becromal væri ekki í samræmi við starfsleyfi hennar. Farið var samdægurs í eftirlitsferð til að ganga úr skugga um hvort ábendingin væri á rökum reist.

Þar segir einnig að UST hafi farið í óundirbúið eftirlit og áformi að fara i ákveðinn fjölda slíkra ferða á hverju ári.  Þá er tekið fram að „í Kastljósi í gær er vísað til þess að ákvæði í reglugerð um fráveitur og skólp kveði á um að pH eigi að vera á bilinu 6-9 (fylgiskjal 1 b), þ.e. að starfsleyfið gefi víðari mörk. Þessi ákvæði eiga við um losun í ferskvatn en ekkert pH gildi sem slíkt á við um losun í sjó í reglugerðinni. Í starfsleyfi er því um að ræða harðari ákvæði en þar er kveðið á um.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert