Fjórar konur og einn karl

Anna Kristín Ólafsdóttir.
Anna Kristín Ólafsdóttir.

Deilt er hart á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem telur ráðherra hafa brotið lög í fyrra þegar karlmaður var skipaður í nýtt embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti. Meðal fimm efstu í hæfnismati voru fjórar konur.

Ein þeirra, Anna Kristín Ólafsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra og þar áður aðstoðarmaður borgarstjóra, kærði niðurstöðuna. Álítur kærunefndin að hún hafi verið að minnsta kosti jafnhæf og sá sem var ráðinn.

„Í rauninni var gengið enn frekar á rétt þeirra þriggja kvenna sem voru fyrir ofan mig ef gengið er út frá því að röðunin hafi verið marktæk sem kærunefndin gerir reyndar ekki,“ segir Anna Kristín.

Jóhanna segist ekki hafa viljað ganga gegn niðurstöðu ráðgjafa sem hafi lagt faglegt mat á umsóknir. Vill ráðherra að „hlutlaus rýnihópur“ fari yfir störf kærunefndarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert