Farfuglar tínast til landsins

Tjaldurinn er kominn til landsins.
Tjaldurinn er kominn til landsins. mbl.is/Ómar

Farfuglar tínast til landsins, en ekki ætti að væsa um þá næstu daga því spáð er mildu veðri.

Vefurinn fuglar.is flytur daglegar fréttir af komu farfuglanna. Í gær var sagt frá því að skógarþröstum væri að fjölga á Höfn í Hornafirði. Einnig hefðu komið þangað nokkrir álftahópar og 7 grágæsir sáust einnig koma yfir Einarslund.

Síðustu daga hefur tjöldum fjölgað mikið við Höfn og stærsti hópurinn í flóðsetri í gær var ca 1000 fuglar. Tjaldar og álftir hafa sést víða undanfarna daga m.a. í Ísafjarðardjúpi, við Búðardal og á Fellsströndinni. Grágæsir hafa sést í Hvammsfirði og á Skeiðum og á Skeiðum eru mörg hundruð álftir.

www.fuglar.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert