Banaslys við vinnu tíðust hér

Alls var tilkynnt um 1243 banaslys við vinnu á Norðurlöndunum á árunum 2003 til 2008. Þetta svarar til 1,51 til 2,49 banaslysa á hverja 100.000 starfandi á ári hverju, mismunandi milli landa, en hlutfallið var hæst á Íslandi.

Norræna vinnuverndarnefndin gekkst fyrir rannsókn á umfangi banaslysa við vinnu á árunum 2003 til 2008.  Horft var til umfangs slysanna og einnig þeirra kerfa sem notuð eru til að tilkynna þau, rannsaka og skrá. Slys á sjó og í lofti sem og umferðarslys á þjóðvegum voru ekki tekin með í þessari athugun.

Fram kemur í skýrslu, sem birt er á vef Norðurlandaráðs, að meira en 93% þessara slysa voru á karlmönnum og hlutfallið er 100% á Íslandi. Þetta endurspegli án efa hlutfall karlmanna í hættulegustu starfsgreinunum, s.s. landbúnaði , mannvirkjagerð og samgöngum og flutningum.

Algengast var að þessi slys tengdust notkun vinnuvéla og orsök slysanna tengdust því að missa stjórn á búnaði, hruni á efni eða vöru, eða því að hinn látni hafði fallið. 

Skýrsla um vinnuslys á Norðurlöndunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert